Verslun H&M í Kringlunni lokað vegna smits

AFP

Kórónuveirusmit hefur greinst í starfsmannahópi H&M í Kringlunni. Allir starfsmenn verslunarinnar hafa verið sendir í 7 daga sóttkví.

Af þeim sökum verður verslunin lokuð, að minnsta kosti í dag á meðan unnið er að sótthreinsun verslunarinnar, að því er segir í tilkynningu.

Í Kringlunni er áfram starfað samkvæmt sóttvarnarreglum og enn aukin áhersla á þrif og sótthreinsun snertiflata í ljósi þessara tíðinda.

mbl.is/Hanna
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka