Búið að bólusetja 177.511

Það var handagangur í öskjunni í Laugardalshöllinni í gær þegar …
Það var handagangur í öskjunni í Laugardalshöllinni í gær þegar um 10 þúsund voru bólusettir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Alls hafa 177.511 af 295.298 lands­mönn­um 16 ára og eldri fengið að minnsta kosti eina bólu­setn­ingu eða rúm­lega 60% þeirra sem eru á aldr­in­um 16-108 ára.

Nú eru 94.950 full­bólu­sett­ir eða 32,2% og 82.561 hef­ur fengið fyrri bólu­setn­ingu eða 28%. 2,2% þeirra sem eru 16 ára og eldri eru með mót­efni vegna Covid-sýk­ing­ar.

Í þess­ari viku verða 24 þúsund ein­stak­ling­ar bólu­sett­ir hér á landi. Sam­tals fá um 14 þúsund bólu­efni Pfizer, 9 þúsund fá fyrri bólu­setn­ingu en 5 þúsund fá seinni bólu­setn­ingu.

Um 5.500 fá bólu­efni frá Moderna, þar af 4 þúsund fyrri bólu­setn­ing­una. 1.500 skömmt­um af AstraZeneca verður dreift á lands­byggðina fyr­ir seinni bólu­setn­ingu og 2.400 fá bólu­setn­ingu með bólu­efni Jans­sen.

Ljós­mynd/​Stjórn­ar­ráðið

Handa­hófs­kennd­ar boðanir í bólu­setn­ing­ar hóf­ust á nokkr­um bólu­setn­ing­ar­stöðum í vik­unni en hver heil­brigðis­stofn­un mun draga út röð ár­ganga og boða. Það ræðst af fram­boði bólu­efna hve hratt geng­ur á röðina.

‍Lang­sam­lega flest­ir hafa fengið Pfizer á Íslandi en 65.248 eru full­bólu­sett­ir með því bólu­efni en bólu­setn­ing er haf­in hjá 24.350 til viðbót­ar sam­kvæmt upp­lýs­ing­um á covid.is.

AstraZeneca er næst í röðinni en aðeins 7.791 er full­bólu­sett­ur með því bólu­efni en bólu­setn­ing er haf­in hjá 52.217. Full­bólu­sett­ir með Moderna eru 8.279 og bólu­setn­ing er haf­in hjá 5.994 til viðbót­ar. Þar sem Jans­sen er aðeins ein bólu­setn­ing eru all­ir þeir 13.632 sem hafa fengið það bólu­efni full­bólu­sett­ir. 

Ef miðað er við höfðatölu þá er hlut­fall bólu­settra lægst á höfuðborg­ar­svæðinu og Suður­nesj­um en það eru þétt­býl­ustu svæði lands­ins. Flest­ir eru aft­ur á móti bólu­sett­ir, miðað við höfðatölu, á Aust­ur­landi, Vest­ur­landi og Norður­landi. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert