Gróður er að koma upp víðast hvar á svæðinu sem gróðureldurinn fór yfir við Hnífhól í Heiðmörk 4. maí. Gras, fíflar og lúpína eru þar byrjuð að skjóta upp kollinum.
Sérfræðingar frá Skógræktinni mátu ástandið á svæðinu dögunum, þeirra á meðal þrír sérfræðingar í rannsóknarstarfi við rannsóknarsviði Skógræktarinnar á Mógilsá, að því er segir á vef Skógræktarfélags Reykjavíkur.
Til stendur að leggja út mælifleti til að meta áhrif brunans og fylgjast svo með framvindunni. Fylgst verður með trjágróðri, almennu gróðurfari og skordýralífi. Þá eru uppi hugmyndir um að meta hugsanlegar breytingar á jarðvegsöndun, hvort gróðureldurinn hafi drepið örverur í jarðveginum og þannig haft áhrif á rotnun.
Þá kemur til greina að BS-nemendur í skógfræði við Landbúnaðarháskólann vinni rannsóknarverkefni um gróðureldinn.
Eldurinn fór yfir um 61 hektara lands. Þar af var ræktaður skógur á 46 hekturum og náttúrulegt birki á 5,5 hekturum.