Þrjú smit innanlands

Skimun fyrir Covid-19 á Suðurlandsbraut.
Skimun fyrir Covid-19 á Suðurlandsbraut. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þrír greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tveir þeirra voru í sóttkví en einn ekki.  Tveir greindust með virkt smit við seinni skimun á landamærunum. Einn var með mótefni. 

Nú eru 44 í einangrun og 211 í sóttkví, 1.629 eru í skimunarsóttkví. Tveir eru á sjúkrahúsi með Covid-19. Tekin voru 1.578 sýni innanlands og 1.309 á landamærunum.

Nýgengi innanlands á hverja 100 þúsund íbúa síðustu tvær vikurnar er 9,5 og 2,7 á landamærunum. 

Eitt barn yngra en eins árs er með Covid á Íslandi og tvö börn á aldr­in­um 1-5 ára. Þrjú börn á aldr­in­um 6-12 ára eru í ein­angr­un. Eitt smit er í ald­urs­hópn­um 13-17 ára. Níu smit eru meðal fólks á aldr­in­um 18-29. Tuttugu smit eru í ald­urs­hópn­um 30-39 ára og fimm meðal 40-49 ára. Þrjú smit eru hjá 60-69 ára en enginn eldri en það er með Covid-19 á Íslandi enda flestir þeirra bólusettir. Ekkert smit er heldur meðal fólks á sextugsaldri. 

Á höfuðborgarsvæðinu eru 34 smit og 188 í sóttkví. Eitt smit er á Suðurnesjum og tveir í sóttkví. Á Suðurlandi eru smitin þrjú og sjö í sóttkví. Á Austurlandi eru tvö smit og einn í sóttkví. Á Vesturlandi er eitt smit og einn í sóttkví. Í hópnum óstaðsettir í hús eru þrjú smit og sjö í sóttkví. Á Norðurlandi eystra sem og vestra er einn í sóttkví en á Vestfjörðum eru þrír í sóttkví.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert