Allar líkur á að dóminum verði áfrýjað

Marek Moszcynski ásamt lögmanni sínum, Stefáni Karli Kristjánssyni.
Marek Moszcynski ásamt lögmanni sínum, Stefáni Karli Kristjánssyni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Stefán Karl Kristjáns­son lögmaður, verj­andi Ma­rek Moszcynski, seg­ir að það kæmi hon­um ekki á óvart ef dómi Héraðsdóms Reykja­vík­ur verði áfrýjað til Lands­rétt­ar á grund­velli þess að Ma­rek hef­ur ætíð haldið fram sak­leysi sínu.

Ma­rek var ákærður fyr­ir brennu, mann­dráp og til­raun til mann­dráps, með því að hafa kveikt eld á gólfi í her­bergi sínu á ann­arri hæð að Bræðra­borg­ar­stíg 1 og á tveim­ur stöðum á gólfi í sam­eig­in­legu rými á sömu hæð, und­ir stiga sem lá upp á þriðju hæð húss­ins, og valdið þannig elds­voða sem hafði í för með sér al­manna­hættu en 13 manns voru í hús­inu þegar hann  kveikti eld­inn. Þrír íbú­ar í hús­inu létu lífið og fjór­ir slösuðust. 
Fjöl­skipaður héraðsdóm­ur komst að þeirri niður­stöðu að sak­fella ætti Maerk fyr­ir það sem hon­um er gefið að sök. Hins veg­ar taldi dóm­ur­inn eng­um vafa  und­ir­orpið að ástand Ma­rekst hafi á þeim tíma sem um ræðir verið þannig að hann hafi verið alls ófær um að stjórna gerðum sín­um og var hann því sýknaður af refsi­kröfu ákæru­valds­ins.
Dóm­ur­inn, sem skipaður er sér­fróðum meðdóms­manni, taldi einnig nauðsyn­legt, vegna réttarör­ygg­is,  að ákærði sætti ör­ygg­is­gæslu á viðeig­andi stofn­un. Þá þyki rétt að á þeim tíma gang­ist ákærði und­ir viðeig­andi meðferð vegna veik­inda sinna.
Ma­rek var einnig gert greiða aðstand­end­um þeirra þriggja sem lét­ust í brun­an­um og þeim sem urðu fyr­ir lík­ams- eða eigna­tjóni tæp­ar 30 millj­ón­ir í skaðabæt­ur. 
Úr dómsalnum í héraðsdómi skömmu áður en dómurinn var kveðinn …
Úr dómsaln­um í héraðsdómi skömmu áður en dóm­ur­inn var kveðinn upp. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Spurður hvort að skjól­stæðing­ur Stef­áns hafi efni á þeirri upp­hæð seg­ist hann ekki geta svarað því. „Við erum að horfa á mjög al­var­legt og sorg­legt mál. Á þess­ari stundu er mér al­veg ná­kvæm­lega sama um sak­ar­kostnað. Við erum kom­in með niður­stöðu og það þarf bara að skoða fram­haldið,“ seg­ir Stefán í sam­tali við mbl.is.

Dóm­ur­inn kom ekki á óvart

Bæði Stefán og sak­sókn­ari máls­ins, Kol­brún Bene­dikts­dótt­ir, sögðu að dóm­ur­inn hefði ekki komið á óvart.

Stefán seg­ir að niðurstaða um sýkn­un af refsi­kröfu sé eins og bú­ist var við. „Þarna er al­veg ljóst að lyfja­gjöf hef­ur valdið ákveðnu man­íukasti,“ seg­ir Stefán og legg­ur áherslu á að hann telji það mik­il­vægt að sá þátt­ur sé skoðaður vel. „Ef að málið fer eitt­hvað lengra þá þætti mér ekki óeðli­legt að dóm­kveða mats­menn í til­liti til að rann­saka það sér­stak­lega.“

Kolbrún Bendiktsdóttir varahéraðsaksóknari á leið í dómsalinn.
Kol­brún Bendikts­dótt­ir vara­héraðsak­sókn­ari á leið í dómsal­inn. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Kol­brún sagði í sam­tali við mbl.is að dóm­ur­inn hafi fall­ist á að Ma­rek væri sak­felld­ur fyr­ir all­ar ákær­ur nema fyr­ir þá ein­stak­linga sem voru í viðbygg­ingu húss­ins, þar sem þeir voru ekki í lífs­hættu. Það voru tveir Íslend­ing­ar og tveir frá Af­gan­ist­an.

Kol­brún reikn­ar með að rétt­ar­gæslu­menn fari yfir dóm­inn með fyrr­ver­andi íbú­um húss­ins á næst­unni.

Kol­brún fór fram á að Ma­rek yrði dæmd­ur til vist­un­ar á rétt­ar­geðdeild ef hann yrði dæmd­ur ósakhæf­ur og ævi­langt fang­elsi yrði hann dæmd­ur sak­hæf­ur.

Stefán Karl fór fram á sýknu en til ör­ygg­is væg­asta dóm, að Ma­rek yrði lát­inn laus með skil­yrði um heim­sókn­ir til heim­il­is­lækni í sam­ræmi við til­lög­ur geðlækn­is.

Dóm­inn í heild sinni má lesa hér.

Sögu­legt mál

Þétt var setið í dómsal 402 þar sem fjöl­miðlar lands­ins fylgd­ust með dóms­upp­kvaðningu en hinn ákærði mætti ekki í dómsal­inn. Ma­rek lagði fram yf­ir­lýs­ingu en hún var ekki les­in upp í saln­um.

Málið er sögu­legt en Ma­rek er sá fyrsti í Íslands­sög­unni sem dæmd­ur er fyr­ir að bana þrem­ur ein­stak­ling­um. Aðstand­end­ur þeirra þriggja sem lét­ust í brun­an­um og þeir sem urðu fyr­ir lík­ams- eða eigna­tjóni fóru fram á um 70 millj­ón­ir króna í bæt­ur.

Hon­um er hins veg­ar gert að greiða fyrr­ver­andi íbú­um á Bræðra­borg­ar­stígs bæt­ur, sem nema allt frá 500 þúsund krón­um upp í 11 millj­ón­ir, alls tæp­ar 30 millj­ón­ir. All­ur sak­ar­kostnaður verður greidd­ur upp úr rík­is­sjóði.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert