Ríkislögreglustjóri hefur boðað til fundar sem ber yfirskriftina „Ekkert ofbeldi án gerenda“, en þar verður farið yfir aðgerðir stjórnvalda vegna gerenda í ofbeldismálum. Umræðan um gerendur og hvernig vinna eigi með þá hefur verið hávær undanfarið og þarna eru komnar fram tillögur varðandi það, að því er segir í tilkynningu.
Fundurinn hefst kl. 14 og stendur til 15:30 og hér má fylgjast með honum.
Aðgerðirnar eru hluti af vinnu aðgerðarteymis gegn ofbeldi sem Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra settu á laggirnar, segir enn fremur í tilkynningu.
Dagskráin er eftirfarandi:
Fundarstjóri býður gesti velkomna - Brynja Þorgeirsdóttir
Opnun fundar - Sigríður Björk Guðjónsdóttir, Ríkislögreglustjóri
Aðgerðir gegn ofbeldi og af hverju tillögur um gerendur? - Samtal við Ásmund Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra.
112.is nýr vefur Neyðarlínunnar – Tómas Gíslason, aðstoðarframkvæmdarstjóri Neyðarlínunnar
Hver er gerandi ofbeldis á Íslandi? - Rannveig Þórisdóttir, forstöðumaður þjónustusviðs ríkislögreglustjóra og afbrotafræðingur
Taktu skrefið - Anna Kristín Newton, Sálfræðingur hjá Sálfræðihúsinu, Jóhanna Dagbjartsdóttir. Sáfræðingur hjá Sálfræðistofan Höfðabakka, Henrietta Ósk Gunnarsdóttir, sálfræðingur hjá Domus Mentis geðheilsustöð
Rannsóknir lögreglu á heimilisofbeldi - Þóra Jónasdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn
Hvar fá gerendur aðstoð? - Kynning á úrræði Heimilisfriðar fyrir gerendur
Rannsóknir lögreglu á kynferðisofbeldi? - Ævar Pálmi Pálmason, yfirmaður kynferðisbrotadeildar LRH
Þjálfun lögreglumanna í rannsókn kynferðisbrota og heimilisofbeldis - Ólafur Örn Bragason, forstöðumaður Mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar og réttarsálfræðingur
Pallborðsumræður:
Rannveig Þórisdóttir, forstöðumaður þjónustusviðs ríkislögreglustjóra og afbrotafræðingur
Þóra Jónasdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn lögreglustöð 3 Kópavogi
Ævar Pálmi Pálmason, yfirmaður kynferðisbrotadeildar LRH
Ólafur Örn Bragason, forstöðumaður Mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar og réttarsálfræðingur
Lokaorð - Sigríður Björk Guðjónsdóttir, Ríkislögreglustjóri