Bólusetja 12-16 ára með undirliggjandi sjúkdóma

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. mbl.is/Arnþór

Börn­um á aldr­in­um 12-16 ára með und­ir­liggj­andi sjúk­dóma verður boðin bólu­setn­ing við kór­ónu­veirunni hér á landi, fyrst um sinn aðeins með bólu­efni Pfizer, enda er það eina fá­an­lega bólu­efnið með markaðsleyfi fyr­ir þann ald­urs­hóp. 

Þetta seg­ir Þórólf­ur Guðna­son sótt­varna­lækn­ir við mbl.is. 

Þórólf­ur seg­ir jafn­framt að ekk­ert hafi verið ákveðið um al­menna bólu­setn­ingu þessa ald­urs­hóps en hann var spurður að þessu vegna þess að á covid.is má ætla að fyr­ir­hugað sé að ein­hverj­ir á aldr­in­um 0-15 ára verði bólu­sett­ir. 

Af þessu grafi að dæma mætti halda að bólusetja ætti …
Af þessu grafi að dæma mætti halda að bólu­setja ætti öll börn frá aldr­in­um 0-15 ára. Graf/​covid.is

Hjarðónæmi næst ekk­ert bara einn, tveir og bingó!

Frá og með gær­deg­in­um hafa u.þ.b. 65% Íslend­inga þróað með sér mót­efni gegn kór­ónu­veirunni, að því er fram kem­ur á covid.is: 33,5% lands­manna eru full­bólu­sett­ir, 29% hálf­bólu­sett­ir og 2.2% mynduðu mót­efna­svar eft­ir að hafa smit­ast af veirunni sjálfri. 

Þórólf­ur hef­ur margoft áður sagt að þrösk­uld­ur hjarðónæm­is sé lík­lega á bil­inu 60-80% og var hann því spurður hvort við Íslend­ing­ar séum hrein­lega komn­ir fyr­ir horn.

„Nei, við erum það ekki. Við get­um enn fengið hóp­sýk­ing­ar, ég meina ef að þetta er þar sem fólk býr sam­an og marg­ir eru í sam­krulli og kannski einn smit­ast og geng­ur laus þar lengi og nær að smita marga, þá geta allt í einu greinst mjög marg­ir. En maður myndi alla­vega ekki bú­ast við að sjá ein­hverja út­breiðslu svona út um allt, eins og við sáum bara fyrr í vet­ur.“

Þórólf­ur bæt­ir svo við:

„Við vit­um ekki ná­kvæm­lega hver tal­an er, hver pró­sent­an er. Pró­sent­an er ekki bara ein­hver ein tala þar sem fyr­ir neðan hana er al­gjör log­andi hætta og svo fyr­ir ofan er bara allt í góðu. Þetta er svona hæg­fara ferli og ég held að við séum far­in að sjá núna alla­vega ein­hver nokkuð góða þokka­lega hjarðónæmi, veir­an nær sér ekki á strik fyr­ir fólki sem er bólu­sett og þessa vegna stopp­ar hún. En við verðum að bæta enn frek­ar í þátt­tök­una og bólu­setja fleiri áður en við get­um sagt að við séum kom­in í ein­hverja ör­ugga höfn.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka