Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, leiðir lista Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs í Suðvesturkjördæmi, en listinn var samþykktur á fundi í Hátíðasal Flensborgarskóla í dag.
Una Hildardóttir, varaþingmaður og forseti LUF er í öðru sæti. Ólafur Þór Gunnarsson, læknir og alþingismaður er í þriðja sæti. Hann hlaut annað sætið í forvalinu en færist niður um eitt, í anda laga VG. Valgerður Bláklukka Fjölnisdóttir, þjóðfræðinemi er í fjórða sæti, í fimmta er Þóra Elfa Björnsson, setjari og framhaldsskólakennari í Kópavogi og aldursforseti listans.
Fram kemur í tilkynningu frá VG, að á fundinum hafi Guðmundur Ingi sagst vera þakklátur fyrir að vera treyst fyrir því að leiða lista hreyfingarinnar. Byggt yrði á góðum verkum ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur og sterkum málefnagrunni Vinstri Grænna sem berjast fyrir réttlátara og jafnara samfélagi, grænum gildum, með kvenfrelsi- og friðarstefnu að leiðarljósi.
Listinn í heild:
- Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra
- Una Hildardóttir, varaþingmaður og forseti LUF
- Ólafur Þór Gunnarsson, læknir og alþingismaður
- Valgerður Bláklukka Fjölnisdóttir, þjóðfræðinemi
- Þóra Elfa Björnsson, setjari og framhaldsskólakennari
- Július Andri Þórðarson, stuðningsfulltrúi/háskólanemi
- Bjarki Bjarnason, rithöfundur og forseti bæjarstjórnar í Mosfellsbæ
- Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur
- Fjölnir Sæmundsson, varaþingmaður og formaður Landsambands lögreglumanna
- Anna Þorsteinsdóttir, þjóðgarðsvörður
- Sigurður Loftur Thorlacius, umhverfisverkfræðingur
- Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, grunnskólakennari og fyrrv. bæjarstjóri í Hafnarfirði
- Árni Matthíasson, netstjóri mbl.is, rithöfundur og stjórnarm í Kvennaathvarfinu
- Birte Harksen, leikskólakennari, Íslensku Menntaverðlaunin 2021
- Gunnar Kvaran, sellóleikari
- Elva Dögg Ásu og Kristinsdóttir, lögfræðingur og myndlistarkona
- Sigurbjörn Hjaltason, bóndi
- Elsa Sigríður Þorvaldsdóttir, iðjuþjálfi
- Ingvar Arnarson, bæjarfulltrúi Garðabæ, B.Sc í íþróttafræði
- Anna Ólafsdóttir Björnsson, fyrrv. þingmaður kvennalista, tölvunar - og sagnfræðingur
- Einar Ólafsson, íslenskufræðingur
- Ragnheiður Júlía Ragnarsdóttir, deildarstjóri leikskóla
- Gestur Svavarsson, upplýsingatækniráðgjafi
- Aldís Aðalbjarnardóttir, kennari
- Einar Bergmundur Þorgerðar og Bóasson, hugbúnaðarsérfræðingur
- Þuríður Backman, fyrrverandi alþingismaður