Hraunið úr eldgosinu breiðir úr sér jafnt og þétt

Eldgosið Geldingadölum.
Eldgosið Geldingadölum. mbl.is/Einar Falur

Hraun var í gær farið að teygja sig úr Geldingadal í átt að gönguleiðinni upp á fellið, sem hefur verið vinsæll útsýnisstaður.

Svo virtist sem það ætlaði yfir í Syðri-Meradal hægra megin við fellið. Þar með hefði leiðin upp á fellið lokast.

Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði við HÍ, sagði í gær að þessi tunga hefði stöðvast, að minnsta kosti um sinn. Runnið hafði undan skorpunni og komið smá lægð í yfirborð hraunsins.

Hann segir í Morgunblaðinu í dag að koma þyrfti sæmileg hraungusa inn dalinn til að ýta þessari tungu yfir haftið. 4

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert