Ósátt við hækkun fasteignamats

Fasteignafélög eru ósátt við hækkanir á fasteignagjöldum. Forstjórar félaganna Reita …
Fasteignafélög eru ósátt við hækkanir á fasteignagjöldum. Forstjórar félaganna Reita og Eikar eru gagnrýnir á aðferðafræði Þjóðskrár við fasteignamat. Hækkunum á fasteignagjöldum hefur ekki verið mætt með lækkunum, að sögn forstjóra fasteignafélaganna. mbl.is/Árni Sæberg

Forstjórar fasteignafélaganna Eikar og Reita eru ósáttir við áframhaldandi hækkanir á fasteignamati, sem leiða til aukinna útgjalda fyrir fyrirtækin, þar sem fasteignagjöld hækka.

Benda þeir á það að álagningarprósentan hefur lítið lækkað á atvinnuhúsnæði miðað við álagningarprósentuna á íbúðarhúsnæði.

Garðar Hannes Friðjónsson, forstjóri Eikar, segir þessa þróun engan veginn í takt við það sem er að gerast í þjóðfélaginu, og bendir á að það hafi verið mikill samdráttur í hagvexti síðastliðið ár.

„Fyrir íbúðarhúsnæði er enginn vafi á því að þarna breytti fjármögnun öllu en atvinnuhúsnæðismarkaðurinn fór ekki af stað, það er alveg ljóst. Við skiljum ekki niðurstöðuna; við trúum því ekki að skattarnir eiga að fara að hækka út af þessu. Svo erum við að sjá að meira að segja hótelin okkar hækka. Hvernig í ósköpunum er hægt að komast að því að markaðsvirði hótela hafi hækkað á þessu tímabili og meira að segja umfram verðlag?“ segir Garðar Hannes í Morgunblaðinu í dag.

Hann bætir við að það sé ekki vinsælt hjá sveitarfélögunum að lækka álagningarprósentu á fasteignagjöldum og eftir að Þjóðskrá breytti aðferðafræðinni til þess að meta fasteignir hafi fasteignagjöldin hjá fyrirtækinu hækkað um 35% frá árinu 2016.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert