Vill endurbæta skýli Gæslunnar

Ein þriggja þyrlna Landhelgisgæslunnar á Reykjavíkurflugvelli.
Ein þriggja þyrlna Landhelgisgæslunnar á Reykjavíkurflugvelli. mbl.is/Árni Sæberg

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hyggst á næstu dögum óska eftir framkvæmdaleyfi hjá Reykjavíkurborg til þess að endurbæta og stækka flugskýli Landhelgisgæslunnar á Reykjavíkurflugvelli.

Hún segir það ekki þola neina bið að bæta aðbúnað flugrekstrar Gæslunnar og Reykjavíkurflugvöllur sé ekki á förum neitt næstu árin.

Aðstaðan hefur verið í deiglunni síðan þriðja þyrlan bættist í flugflotann um miðjan maí, en við það rúmast ekki öll loftför Gæslunnar í skýlinu, sem er komið til ára sinna.

„Aðstaðan er orðin hrörleg og þarfnast endurbóta og stækkunar hið fyrsta,“ segir Áslaug Arna í Morgunblaðinu í dag. „Það má ekki bíða öllu lengur að úr verði bætt.“

„Við munum óska eftir framkvæmdaleyfi borgarinnar fyrir endurbætur og stækkun flugskýlisins á allra næstu dögum, enda liggur fyrir samþykkt deiliskipulag,“ minnir Áslaug Arna á.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka