Domus Medica lokað um áramót

Rekstrarumhverfi sérfræðilækna er erfitt, að sögn.
Rekstrarumhverfi sérfræðilækna er erfitt, að sögn. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ákveðið hefur verið að leggja niður læknastofur og skurðstofur í Domus Medica frá næstu áramótum. Þar eru um 70 sérfræðingar með læknastofur. Líklega munu einhverjir þeirra halda áfram annars staðar.

Apótekið fer væntanlega einnig og blóðrannsóknum verður hætt um áramótin en Röntgen Domus verður áfram í húsinu. Húsið verður væntanlega selt, að sögn Jóns Gauta Jónssonar, framkvæmdastjóra Domus Medica hf.

„Sú ríkisvæðingarstefna sem ríkisstjórnin hefur rekið í fjögur ár vinnur ekki með þessari starfsemi. Menn treysta sér ekki til að halda áfram í því ástandi sem hefur ríkt í stjórnun heilbrigðisþjónustunnar nokkuð lengi,“ segir Jón Gauti í umfjöllun um lokun Domus Medica í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka