Fjölmörg ríki komin undir 100

Kort/Sóttvarnastofnun Evrópu

Nýgengi kórónuveirusmita er nú lægra á Möltu en á Íslandi aðra vikuna í röð samkvæmt tölum Sóttvarnastofnunar Evrópu. Svipaður fjölda landa er nú undir 100 og þau sem eru með yfir 100 smit á hverja 100 þúsund íbúa síðustu tvær vikurnar.

Miklir fyrirvarar eru á tölum Sóttvarnastofnunar Evrópu þar sem bæði vantar upplýsingar frá ríkjunum og vegna uppfærslu á aðferðum við mælingar. Til að mynda er talan fyrir Frakkland neikvæð vegna breyttrar tölfræði. Tæknileg vandamál valda því að Svíar hafa ekki getað uppfært tölur fyrir viku 21 og 22. 

Ný­gengið er lægst á Möltu en Ísland skip­ar síðan annað sæti list­ans. Þau ríki eru bæði græn á meðfylgj­andi korti stofn­un­ar­inn­ar en grænum svæðum í Evrópu fjölgar á milli vikna. 

Lit­há­en er það ríki sem er með hæsta ný­gengi kór­ónu­veiru­smita meðal þeirra ríkja Evr­ópu sem Sótt­varna­stofn­un Evr­ópu held­ur utan um. Þar er ný­gengið 311,84 á hverja 100 þúsund íbúa síðustu 14 daga og er landið það eina sem er með nýgengi yfir 300. 

Sótt­varna­stofn­un Evr­ópu held­ur utan um fjölda smita í ríkj­um Evr­ópu­sam­bands­ins og Evr­ópska efna­hags­svæðis­ins og Bret­land því ekki talið með. Vegna breyttr­ar aðferðar við út­reikn­inga á ný­gengi í Frakklandi eru ekki töl­ur þaðan með í þetta skiptið. 

Á Íslandi eru smit­in 10,44 á hverja 100 þúsund íbúa en í Finn­landi eru þau 40,52. Í Nor­egi eru þau 102,90 og 238,51 í Dan­mörku. Á Möltu er nýgengið 9,91.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert