Sjö smit og allir utan sóttkvíar

Frá sýnatöku vegna Covid-19.
Frá sýnatöku vegna Covid-19. AFP

Sjö greindust með kórónuveiruna í gær og var enginn þeirra í sóttkví. Fimm bíða niðurstöðu mótefnamælingar á landamærunum. 

Nú eru 47 í einangrun með Covid-19. Af þeim eru 30 á höfuðborgarsvæðinu og 10 óskráðir í hús.

Alls voru 1.720 skimaðir innanlands í gær og 1.706 á landamærunum. Ný­gengi inn­an­lands á hverja 100 þúsund íbúa síðustu tvær vik­urn­ar er 10,6 og 2,7 á landa­mær­un­um. 

Eitt barn yngra en eins árs er með Covid á Íslandi og tvö börn á aldr­in­um 1-5 ára. Þrjú börn á aldr­in­um 6-12 ára eru í ein­angr­un. Tvö smit eru í ald­urs­hópn­um 13-17 ára. Níu smit eru meðal fólks á aldr­in­um 18-29. 20 smit eru í ald­urs­hópn­um 30-39 ára og fimm meðal 40-49 ára. Eitt smit er meðal fólks á aldr­in­um 50-59 ára. Þrjú smit eru hjá 60-69 ára og eitt meðal fólks á átt­ræðis­aldri en stór hluti þeirra sem eru á aldrinum 70-79 ára eru bólusettir. 

Á höfuðborg­ar­svæðinu eru 30 smit og 119 í sótt­kví. Eitt smit er á Suður­nesj­um og tveir í sótt­kví. Á Suður­landi eru smit­in þrjú og níu í sótt­kví. Á Aust­ur­landi eru tvö smit og einn í sótt­kví. Á Vest­ur­landi er eitt smit og eng­inn í sótt­kví. Í hópn­um óstaðsett­ir í hús eru 10 smit og 64 í sótt­kví. Á Norður­landi eystra er einn í sótt­kví en á Vest­fjörðum eru þrír í sótt­kví. Eng­inn er með smit á Norður­landi vestra og þar er held­ur eng­inn í sótt­kví.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert