Tekist á um ræktun lyfjahamps

Þingsályktunartillaga liggur nú fyrir þess efnis að setja í gang sérstaka þróunaráætlun og tilraunaverkefni varðandi ræktun lyfjahamps og notkun kannabislyfja í lækningaskyni.

Er þetta framhald af þeirri umræðu sem hefur verið uppi um lögleiðingu kannabisefna svo hægt verði að nota þau í læknisfræðilegum tilgangi, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Hugmyndin er sú að stofnaður verði starfshópur með það hlutverk að útbúa frumvarp sem heimili fyrirtækjum að sækja um leyfi til kannabisræktunar og til framleiðslu og dreifingar á kannabislyfjum í lækningaskyni.

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga setti sig upp á móti þeirri tillögu að nota skuli kannabisefni í meðferðarskyni. Guðbjörg Pálsdóttir, formaður félagsins, segir það skjóta skökku við að ræða ræktun á efni í tilraunaskyni þegar ekki liggur fyrir samþykki við því að nota umrætt efni í meðferðarskyni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert