3.700 höfðu kosið klukkan 13

Valhöll er meðal kjörstaða í prófkjörinu.
Valhöll er meðal kjörstaða í prófkjörinu. mbl.is/Arnþór

Þrjú þúsund og sjö hundruð höfðu kosið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík klukkan 13 í dag. Þetta kemur fram á vef Sjálfstæðisflokksins. 

Þrettán eru í framboði í prófkjörinu sem er sameiginlegt fyrir bæði Reykjavíkurkjördæmin. Hver kjósandi skal greiða sex til átta frambjóðendum atkvæði í töluröð. 

Kjörstaðir loka klukkan 18 í dag og eru eftirfarandi: 

  • Valhöll, Háaleitisbraut 1
  • Hótel Saga, Hagatorgi – aðalinngangur
  • Félagsheimili Sjálfstæðisfélagsins í Árbæ, Hraunbæ 102b
  • Félagsheimili Sjálfstæðisfélaganna í Breiðholti, Álfabakka 14a (Mjódd)
  • Félagsheimili Sjálfstæðisfélagsins í Grafarvogi, Hverafold 1-3 (2. hæð)

Atkvæðisrétt eiga allir félagsbundnir sjálfstæðismenn í Reykjavík. Kjörfundur hófst í gær og fyrir hann hafði staðið utankjörfundur í nokkra daga. 

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra takast á um fyrsta sætið í prófkjörinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert