Gríðarlegt álag var á sjúkraflutningafólki slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins síðasta sólarhringinn en alls sinnti það 160 sjúkraflutningum og þar af 40 vegna hópsmits sem kom upp í Hafnarfirði að sögn varðstjóra í slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.
Flestir voru sjúkraflutningarnir í október í fyrra, bæði vegna Covid-19 og annarra verkefna en á þeim tíma kom upp alvarlegt hópsmit á Landakoti.
Alls voru 33 forgangsflutningar á sjúkrabíla síðasta sólarhringinn. Slökkvibifreiðar fóru í þrjú minniháttar útköll.