Eignirnar jukust um 149 milljarða í apríl

Eignir íslenskra lífeyrissjóða jukust um 148,5 milljarða króna í aprílmánuði. Með hækkandi virði eignasafna þeirra fóru heildareignir þeirra yfir 6.000 milljarða múrinn í fyrsta sinn.

Nema þær nú 6.028 milljörðum samkvæmt nýbirtum gögnum Seðlabanka Íslands. Hafa eignirnar aukist um ríflega 1.000 milljarða á 14 mánuðum.

Af sundurliðuðum tölum bankans má sjá að tvo þriðju hluta eignaaukningarinnar í apríl má rekja til hækkandi virðis innlendra eigna og þriðjung til þess að erlend eignasöfn hafa ávaxtast vel.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert