Guðlaugur Þór enn með forystu

Guðlaugur Þór Þórðarson.
Guðlaugur Þór Þórðarson. mbl.is/Sigurður Unnar

Eftir að 3.113 atkvæði hafa verið talin í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík er Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra enn í fyrsta sæti með 1.525 atkvæði í fyrsta sætið. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra er í öðru sæti með 2.116 atkvæði í fyrsta til annað sætið en þau takast á um fyrsta sætið í prófkjörinu.

Alls hafa 1.424 greitt Áslaugu Örnu atkvæði í efsta sætið og því skilur 101 atkvæði þau að, eins og sjá má hér. 

Í þriðja sæti með 1.260 atkvæði í fyrsta til þriðja sæti er Diljá Mist Einarsdóttir. Í fjórða sæti með 1.164 atkvæði í fyrsta til fjórða sæti er Brynjar Níelsson.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir í Valhöll.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir í Valhöll. mbl.is/Sigurður Unnar

Í fimmta sæti með 1.573  atkvæði í fyrsta til fimmta sæti er Hildur Sverrisdóttir. Í sjötta sæti með 1.849 atkvæði í fyrsta til sjötta sæti er Birgir Ármannsson.

Í sjöunda sæti með 1.484 atkvæði í fyrsta til sjöunda sæti er Kjartan Magnússon og í áttunda sæti með 1.373 atkvæði í fyrsta til áttunda sæti er Sigríður Á. Andersen.

Næstu tölur verða birtar kl. 23 í beinni útsendingu á Facebook

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert