Guðlaugur Þór leiðir prófkjörið

Guðlaugur Þór Þórðarson í Valhöll í kvöld.
Guðlaugur Þór Þórðarson í Valhöll í kvöld. mbl.is/Sigurður Unnar

Guðlaugur Þór Þórðarson leiðir prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík eftir að fyrstu tölur voru kunngjörðar í Valhöll. 

Eftir að 1.502 atkvæði höfðu verið talin er Guðlaugur Þór í fyrsta sæti með 765 atkvæði í fyrsta sætið og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir í öðru sæti með 1.001 atkvæði í fyrsta til annað sætið en þau takast á um fyrsta sætið í prófkjörinu. 

Fyrstu tölur tilkynntar.
Fyrstu tölur tilkynntar. mbl.is/Sigurður Unnar

Byrjað var á að telja atkvæði greidd utan kjörfundar og á kjörstöðum í gær. Alls höfðu 7.500 atkvæði verið greidd þegar kjörstöðum var lokað klukkan 18 í dag.

Í þriðja sæti í prófkjörinu eftir fyrstu talningu með 601 atkvæði í fyrsta til þriðja sæti er Diljá Mist Einarsdóttir.

Í fjórða sæti með 573 atkvæði í fyrsta til fjórða sæti er Brynjar Níelsson. 

Guðlaugur Þór og Áslaug Arna í Valhöll í kvöld.
Guðlaugur Þór og Áslaug Arna í Valhöll í kvöld. mbl.is/Sigurður Unnar

Í fimmta sæti með 753 atkvæði í fyrsta til fimmta sæti er Hildur Sverrisdóttir. Í sjötta sæti með 885 atkvæði í fyrsta til sjötta sæti er Birgir Ármannsson.

Í sjöunda sæti með 777 atkvæði í fyrsta til sjöunda sæti er Kjartan Magnússon og í áttunda sæti með 675 atkvæði í fyrsta til áttunda sæti er Sigríður Á. Andersen.

Allir félagsbundnir sjálfstæðismenn í Reykjavík áttu atkvæðisrétt í prófkjörinu. Kjörfundur hófst í gær og fyrir hann hafði staðið yfir utankjörfundur í nokkra daga.

Munar 98 atkvæðum

Á vefsíðu Sjálfstæðisflokksins má sjá nánari sundurliðun á atkvæðunum

Þar má sjá að 667 hafa greitt Áslaugu Örnu í atkvæði í efsta sætið og munar þar 98 atkvæðum á henni og Guðlaugi Þór. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert