Alls verða um um 27 þúsund einstaklingar bólusettir hér á landi í vikunni. Nú eru 34,4% fullorðinna fullbólusettir eða 101.713 einstaklingar 16 ára og eldri. 86.496 eru hálfbólusettir eða 29,3%. Því eru 63,7% 16 ára og eldri með að minnsta kosti fyrri bólusetningu og 2,2% hafa fengið Covid-19 og/eða mótefni til staðar.
Samtals fá um 20 þúsund bóluefni Pfizer, þar af fá 9 þúsund fyrri bólusetninguna, í vikunni. Einnig fá um 7 þúsund einstaklingar bólusetningu tvö með AstraZeneca.
Á höfuðborgarsvæðinu er Pfizer-bólusetning á morgun. Þá er seinni bólusetning og haldið áfram með handahófs aldurshópa. SMS-boð verður sent til þeirra sem býðst bólusetning þennan dag. Bólusett er 9:00 til 15.00
Miðvikudaginn 9. júní er AstraZeneca-bólusetning á höfuðborgarsvæðinu. Þá er eingöngu seinni bólusetning. SMS-boð verður sent til þeirra sem býðst bólusetning þennan dag. Bólusett er 9:00 til 14:00. Einnig mega þeir koma sem sem fengu AstraZeneca fyrir fjórum vikum eða meira ef nauðsynlegt er að flýta seinni skammti. Virkni eykst með lengri tíma milli skammta.
Fimmtudaginn 10. júní er Janssen bólusetning á höfuðborgarsvæðinu. Þá er haldið áfram með starfsmenn í skólum. SMS-boð verður sent til þeirra sem býðst bólusetning þennan dag. Bólusett er 9:00-14.00.
Bólusetningarröðin á höfuðborgarsvæðinu