Auður sendir frá sér yfirlýsingu

Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson.
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, betur þekktur sem Auður, hefur sent frá sér yfirlýsingu á Instagramsíðu sinni vegna háværrar umræðu um meint kynferðisbrot á samfélagsmiðlum síðustu daga.

Í yfirlýsingunni gengst hann við því að hafa farið yfir mörk konu árið 2019 og ekki tekið eftir því fyrr en síðar. Hann segist í kjölfarið hafa beðist afsökunar og reynt að axla ábyrgð bæði gagnvart konunni og með því að leita sér sálfræðiaðstoðar.

Síðar í yfirlýsingunni talar hann um umræðu seinustu daga og vikna og segir: „Undanfarnar vikur hafa hins vegar flökkusögur um alvarleg afbrot farið á flug á Twitter sem eiga sér ekki stoð í raunveruleikanum. Ég vona að flestir sjái að svo sé.“

Þá segist Auðunn fordæma kynbundið ofbeldi og segist skammast sín fyrir að hafa verið blindur á hvernig hann var hluti af vandanum. Í lokin segist hann ekki vita hvernig komandi vikur eða mánuðir verða en ljóst sé að hann muni nú setja sjálfsvinnu í forgang og ekki sinna öðru á meðan.

Hér má finna yfirlýsingu Auðuns í heild:

View this post on Instagram

A post shared by Auður (@auduraudur)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert