Hringbraut verður eina leiðin út á Seltjarnarnes og Granda

Umferð í Reykjavík.
Umferð í Reykjavík. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Mýrargötu verður lokað í þrjár vikur frá og með næsta fimmtudegi. Þetta segir í færslu frá Vegagerðinni á Twitter. Þar að auki verður hámarkshraði tekinn niður í 30 km/klst. þriðjudag og miðvikudag vegna vinnu við rafstreng Veitna við götuna.

Mýrargata er ein tveggja stofnbrauta á leið út á Seltjarnarnes eða Granda en hin er Hringbraut. Hámarkshraði Mýrargötu er nú 50 km/klst. en hámarkshraði Hringbrautar var lækkaður úr 50 km/klst. niður í 40 km/klst. árið 2019.

Færslu Vegagerðarinnar má sjá hér:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert