Vindur fyrir vestan

Sólrún við verk sitt með kirkjuna og bæjarfjallið í baksýn.
Sólrún við verk sitt með kirkjuna og bæjarfjallið í baksýn. Ljósmynd/Sveinbjörn Halldórsson

Lista­verkið Veður­horf­ur eft­ir Sól­rúnu Hall­dórs­dótt­ur var af­hjúpað í Grund­arf­irði sl. laug­ar­dag. Verkið, sem stend­ur nærri kirkj­unni í byggðarlag­inu, bygg­ist á 112 ís­lensk­um orðum um vind og veður.

Það var fyrst sett upp sum­arið 2019 í tengsl­um við list­sýn­ingu sem þá var á Snæ­fellsnesi, sem tek­in var niður í sum­ar­lok. Nú hef­ur þetta verk Sól­rún­ar verið sett upp var­an­lega. Und­ir­stöðurn­ar eru grjót og ofan í það borað fyr­ir fest­ing­um á 112 vönduðum tré­plöt­um, einni fyr­ir hvert orð.

Sem dæmi um orð sem koma fyr­ir í lista­verki Sól­rún­ar og lýsa vindi eru gjörn­inga­veður, stóri­sunn­an og remba. Svo mætti lengi áfram telja. „Fólk úti á landi, sér­stak­lega í sjáv­ar­byggðum, er alltaf mjög háð veðri og vind­um í lífs­bar­áttu sinni og starfi. Hug­mynd­in að verk­inu kom í tengsl­um við Dag ís­lenskr­ar tungu þegar ég frétti að til væru 130 orð tengd vindi. Frá­sagn­ir af því komu mér af stað,“ seg­ir Sól­rún, sem er úr Grund­arf­irði og hef­ur lengi starfað sem listamaður. sbs@mbl.is

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert