Íslensk tónlist aðeins 21% sölunnar

Tónlistarkonan Bríet átti gott ár í fyrra og naut vinsælda.
Tónlistarkonan Bríet átti gott ár í fyrra og naut vinsælda. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hlutdeild íslenskrar tónlistar er nú aðeins 21% af heildarsölunni hér á landi. Sölutekjur innlendra tónlistarrétthafa vegna ársins 2020 eru aðeins fjórðungur tekna þeirra árið 2006 að raunvirði.

Þetta kemur fram í markaðsskýrslu Félags hljómplötuframleiðenda fyrir síðasta ár. Heildarsala tónlistar hér á landi fór í fyrsta sinn yfir milljarð króna árið 2020. Að nafnvirði er þetta stærsta árið frá upphafi en að raunvirði það söluhæsta síðan árið 2007. Um 91% af þeim verðmætum sem skapast vegna einkaneyslu á hljóðritaðri tónlist kemur frá streymi. Í fyrra voru mældir 1,2 milljarðar streyma hér á landi.

Tónlistarkonan Bríet naut mikilla vinsælda hér á landi í fyrra. Plata hennar, Kveðja, Bríet, var í öðru sæti yfir þær plötur sem mest var streymt og lagið Esjan var það íslenska lag sem oftast var hlustað á í streymi, 1,6 milljón sinnum. Næstvinsælasta íslenska lagið var Í kvöld er gigg með Ingó veðurguði, að því er fram kemur í fréttaskýringu um þetta efni í Morgublaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert