Janssen bóluefnið sem til stendur að nota á á morgun, fimmtudag, er komið til landsins. Þetta staðfestir Júlía Rós Atladóttir, framkvæmdarstjóri Distica í samtali við mbl.is, en bóluefnið kom núna til dreifingaraðila rétt um sexleytið.
Áður var greint frá því á vef Ríkisútvarpsins að óvíst væri hvort þeir sem til stendur að bólusetja á morgun og hafa verið boðaðir yrðu bólusettir. Nú er ljóst að bólusetningin mun eiga sér stað og munu því karlar fæddir 1984, 1997, 1985, 1976, 2000 og konur fæddar 2000, 1981, 1980, 1988 og 1977 vera bólusett á morgun samkvæmt skipulagi.
Bólusett verður milli 9:00 og 14:00 á morgun.