Landsmenn leita á náðir hvíta tjaldsins á ný

Saumaklúbburinn. Íslensk gamanmynd sem þykir vel heppnuð.
Saumaklúbburinn. Íslensk gamanmynd sem þykir vel heppnuð.

„Þetta er mjög góð tilfinning. Hér er allt komið af stað og maður sér gleðina í andlitum kvikmyndahúsagesta,“ segir Konstantín Mikaelsson, yfirmaður kvikmyndadeildar Senu.

Greint var frá því í gær að aðsókn í kvikmyndahús væri loks á uppleið eftir mikla þrautagöngu vegna kórónuveirunnar. Síðasta helgi var sú stærsta frá því veiran lét á sér kræla hér á landi.

„Síðustu tvær helgar sýna það greinilega að landsmenn hafa beðið óþreyjufullir eftir að komast í kvikmyndahús en fyrri helgina mátti sjá 166% fjölgun á gestum í kvikmyndahúsum landsins. Síðastliðna helgi bætti svo um betur en 61% fjölgun var á gestum frá undanfarinni helgi,“ sagði í tilkynningu frá Frísk, félagi rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði.

Samkomutakmarkanir höfðu mikil áhrif á kvikmyndahús en auk þess hefur úrval mynda til sýninga verið talsvert minna en jafnan vegna ákvörðunar erlendra kvikmyndaframleiðenda að fresta frumsýningum nýrra kvikmynda sökum ástandsins í heiminum. Þetta breytist nú hratt. Fimm myndir hafa verið frumsýndar síðustu tvær helgar, þar með talin Saumaklúbburinn, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert