Vann rúman milljarð í lottó vegna kerfisbreytinga

Vinningurinn er sem áður sagði sá hæsti sem hefur unnist …
Vinningurinn er sem áður sagði sá hæsti sem hefur unnist hérlendis en vinningurinn er um fimm sinnum hærri en sá sem var það áður. mbl.is/Golli

Heppinn íslendingur sem tók þátt í Vikinglotto vann í kvöld hæsta vinning sem sést hefur á Íslandi en vinningurinn nam rúmlega 1,2 milljörðum króna.

Þetta segir í fréttatilkynningu frá Íslenskri getspá.

Tvöföld heppni

Sá heppni var sá eini sem vann 2. vinning en þeir hafa hingað til aðeins verið nokkrir tugir milljóna. Vinningurinn í kvöld var hins vegar margfalt hærri en gengur og gerist vegna kerfisbreytinga og því um að ræða tvöfalda heppni.

Lottó.
Lottó.

„Nýlega voru gerðar breytingar á útdrætti Vikinglotto til að auka líkur á stórum vinningum en í þeim felst að stærsti vinningurinn er að hámarki um 3.600 milljónir. Því voru umtalsverðar fjárhæðir færðar í annan vinning sem skilaði sér eins og áður sagði óskiptur til Íslands,“ segir í tilkynningunni.

Vinningurinn er sem áður sagði sá hæsti sem hefur unnist hérlendis og er um fimm sinnum hærri en sá sem var það áður.

Miði vinningshafans var keyptur á vefsíðu Lottó.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert