17 ára fengu að giftast 31 árs hjónaefni

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. mbl.is/Colourbox

Alls hafa 18 ein­stak­ling­ar und­ir 18 ára aldri óskað eft­ir und­anþágu frá hjú­skap­ar­lög­um frá ár­inu 1998. Eng­in und­anþága hef­ur verið veitt frá ár­inu 2016. 

Aðeins einn dreng­ur hef­ur óskað eft­ir und­anþágu, árið 2007 þegar um­rædd­ur dreng­ur var 17 ára og hjóna­efni hans 18 ára. Flest­ar þeirra 17 stúlkna sem sótt hafa um und­anþágu hafa verið 17 ára gaml­ar, en í tveim­ur til­vik­um voru þær 16 ára. Ald­ur hjóna­efn­is hef­ur oft­ast verið í kring­um 25 ár, en í tveim­ur til­vik­um árin 2004 og 2005 hef­ur hjóna­efni 17 ára stúlku verið 31 árs. 

Í skil­grein­ingu Evr­ópuráðsins á barna­hjóna­bandi felst að ann­ar aðil­inn, eða þeir báðir, séu und­ir 18 ára aldri. All­ar þjóðir Norður­land­anna hafa með lög­um bannað barna­hjóna­band utan Íslands og Nor­egs. 

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um sem dóms­málaráðuneytið sendi alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd vegna frum­varps Andrés Inga Jóns­son­ar, þing­manns Pírata, þar sem lagt er til að heim­ild til und­anþágu verði af­num­in, voru tvær und­anþágur frá ald­urs­skil­yrði hjú­skap­ar­laga veitt­ar árið 1998, 1999 og 2000. Þrjár und­anþágur voru veitt­ar árið 2008, en önn­ur ár var aðeins ein und­anþága veitt ef nokk­ur.  

Frétta­blaðið greindi fyrst frá. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert