Andleg líðan ungs fólks versnar

Andleg líðan ungs fólks á aldrinum 18 til 34 ára virðist hafa þróast til verri vegar á umliðnum mánuðum samkvæmt lýðheilsuvísum embættis Landlæknis, sem uppfærðir eru mánaðarlega.

Svarendum í þessum aldurshópi í netkönnunum sem segjast meta andlega heilsu sína sæmilega eða lélega hefur farið fjölgandi og voru í kringum 50% í aprílmánuði sl. sem er hæsta hlutfallið í einum mánuði á seinustu árum. Hlutfallið hefur sveiflast nokkuð milli mánaða eða frá um 36% og upp í 50% á síðustu átta mánuðum.

OECD segir í nýrri skýrslu um geðheilbrigðisþjónustu í aðildarlöndunum að frá því að veirufaraldurinn reið yfir hafi andleg vanlíðan færst verulega í aukana, sérstaklega meðal ungs fólks, og algengi kvíða og þunglyndis jafnvel tvöfaldast í sumum löndum, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þessi í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert