Kraftaverki líkast að ná mynd á réttum tíma

Þessi mynd náðist af myrkvanum úr Hlíðunum í morgun.
Þessi mynd náðist af myrkvanum úr Hlíðunum í morgun. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sólmyrkvinn sem sást frá Íslandi í dag náði hámarki sínu klukkan 10.17 í morgun. Ljósmyndarar mbl.is náðu myndum af myrkvanum þar sem tunglið gekk fyrir um 70% af yfirborði sólu. 

Útlit var fyrir að ekki næðist mynd af myrkvanum vegna skýjahulu yfirmestöllu landinu í dag, en það rétt rættist úr því og má segja að það sé kraftaverki líkast að myndir hafi náðst af þessu undurfagra náttúrufyrirbrigði, einmitt á meðan það náði hámarki sínu.

Árni Sæberg ljósmyndari tók þessa mynd af myrkvanum við Kjarvalsstaði …
Árni Sæberg ljósmyndari tók þessa mynd af myrkvanum við Kjarvalsstaði í morgun. mbl.is/Árni Sæberg

Árni Sæberg ljósmyndari mbl.is segir að aðeins hafi opnast nokkurra sekúndna langur gluggi þar sem sást í myrkvann. 

Kristinn Magnússon ljósmyndari mbl.is segir aðeins aðra sögu, þar sem hann stóð í Hlíðunum í Reykjavík opnaðist nokkurra mínútna langur gluggi til myndatöku á meðan myrkvinn var í hámarki. Eftir það sást myrkvinn gloppótt í gegnum skýin. 

Sævar Helgi Bragason, gjarnan kallaður Stjörnu-Sævar, birti mynd af myrkvanum á twittersíðu sinni í morgun. Þar segir hann hreykinn að tekist hafi að festa myrkvann á filmu, enda var fyrirséð að ekki sæist til hans. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert