Milljarðar í þaravinnslu

Áformað er að sækjaþara í þaraskóg við Húsavík.
Áformað er að sækjaþara í þaraskóg við Húsavík. mbl.is/Erlendur Bogason

Snæbjörn Sigurðarson, verkefnastjóri Íslandsþara, segir fulltrúa fyrirtækisins farna að sjá til lands varðandi fyrirhugaða verksmiðju. Rætt hefur verið um að fjárfestingin sé á þriðja milljarð króna.

Áformað er að hefja framkvæmdir við verksmiðju á Húsavík næsta vor og verður jarðhiti notaður til að þurrka þarann við vinnsluna.

Úr þaranum verða unnin efni sem ætlunin er að selja til framleiðslu á fæðubótarefnum, snyrtivörum og öðrum vörum. Varðandi söluhliðina segir Snæbjörn að fulltrúar Íslandsþara séu í samstarfi við erlenda aðila sem hafi góðar tengingar á markaði í Evrópu, Bandaríkjunum og Asíu.

Í umfjöllun um mál þessi í Morgunblaðinu í dag segir Þór Sigfússon, stofnandi Sjávarklasans, mörg áhugaverð verkefni í gangi varðandi þaraskóga. Raunar hlaupi fjöldi sprotafyrirtækja á þessu sviði á tugum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert