Myrkvinn sást í gegnum skýin: „Það tókst!“

Ekki var útlit fyrir að myrkvinn sæist á Íslandi yfir …
Ekki var útlit fyrir að myrkvinn sæist á Íslandi yfir höfuð vegna veðurs. Það tókst þó, eins og Stjörnu-Sævar bendir hreykinn á með tísti sínu. Ljósmynd/Sævar Helgi Bragason

Sævar Helgi Bragason, gjarnan kallaður Stjörnu-Sævar, náði mynd af deildarmyrkvanum sem sést frá Íslandi í þessum skrifuðu orðum. Tunglið gekk fyrir sólu skömmu eftir klukkan 09 í morgun og er myrkvinn í hámarki sínu nú þegar klukkan gengur 11. Honum lýkur síðan þegar líða fer að hádegi. 

Sævar sagði við mbl.is í vikunni að sér þætti ekki líklegt að myrkvinn sæist miðað við veðurspána þá, en útlit var fyrir að þungbúið yrði víðast hvar á landinu í dag. Ekki nóg með það, heldur átti Sævar, einn helsti stjörnufræðiáhugamaður á Íslandi, boð í bólusetningu einmitt meðan á myrkvanum stóð. 

„Það tókst!“ segir Sævar á Twitter.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert