Sólmyrkvi í dag

Börn í Breiðholtsskóla fylgjast spennt með sólmyrkva.
Börn í Breiðholtsskóla fylgjast spennt með sólmyrkva. mbl.is/Júlíus

Klukkan sex mínútur yfir níu fyrir hádegi í dag mun deildarmyrkvi á sólu sjást í Reykjavík ef veður leyfir.

Tunglið mun skyggja á 69% af þvermáli sólar þegar myrkvinn verður mestur en það mun gerast klukkan 17 mínútur yfir tíu.

Teitur Arason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir útlit fyrir að það verði skýjað á öllu landinu þegar deildarmyrkvinn verður. Skyggni verður því ekki gott og óvíst að deildarmyrkvinn verði sjáanlegur.

Teitur vill þó ítreka að það megi alls ekki horfa beint í sólina án viðeigandi hlífðarbúnaðar og að venjuleg sólgleraugu nægi ekki til að verja augun. Mælir hann með að nota sérhæfð sólmyrkvagleraugu en ef ekki er hægt að nálgast þau sé einungis hægt að nota þykkustu gerð logsuðugleraugna.

Árið 2015 sást almyrkvi á sólu hér á landi en þá huldi tunglið 98% af sólinni séð frá Íslandi. hmr@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert