Starfsemin sprengir af sér höfnina

Hugmyndir um lagfæringar ogstækkun á höfninni í Þorlákshöfn.
Hugmyndir um lagfæringar ogstækkun á höfninni í Þorlákshöfn. mbl.is

„Þótt þetta sé mikil framkvæmd erum við viðbúin því að með áframhaldandi aukningu verði orðin þörf fyrir næstu skref eftir fimm til sex ár og að þau verði enn stærri,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Ölfuss.

Notkun hafnarinnar í Þorlákshöfn hefur vaxið mikið og er nú unnið að undirbúningi endurnýjunar og stækkunar hafnarinnar sem unnið verður að á næstu árum.

Flutningar hafa vaxið mjög um höfnina í Þorlákshöfn. Nefna má tvö flutningaskip Smyril line sem sigla þaðan til hafna á meginlandi Evrópu. Ýmsir aðrir vöruflutningar eru um höfnina. Elliði bendir einnig á að Þorlákshöfn sé vaxandi fiskihöfn. Auknir möguleikar á útflutningi auki áhuga útgerða á að landa þar afla fiskiskipa.

Elliði segir að nú sé verið að ljúka hönnun framkvæmda við höfnina og liggi það nokkuð fyrir hvað verði gert. Það sem út af standi verði prófað í líkani. „Við getum hafið ákveðnar framkvæmdir á næstunni. Þannig verða boðin út kaup á efni í stálþil fyrrihluta sumars og grjótnám er að hefjast,“ segir Elliði í umfjöllun um áform þessi í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka