Þurfa að skila Noregi skömmtum fyrir lok júní

Bóluefni AstraZeneca.
Bóluefni AstraZeneca. AFP

Ísland þarf að skila þeim 16 þúsund skömmtum af bóluefni AstraZeneca sem voru fegnir að láni frá Noregi fyrir lok júní „nema samið verði um annað“.

Þetta kemur fram í svari heilbrigðisráðuneytisins við fyrirspurn RÚV.

Skammtarnir voru fengnir að láni í lok apríl og voru allir nýttir á sínum tíma. Norðmenn hafa ekki notað AstraZeneca síðan í mars. 

Um 17 þúsund skammtar af bóluefninu hafa komið hingað til lands síðan í lok maí.  Sjö þúsund manns til viðbótar eiga að fá seinni bólusetninguna með bóluefninu í þessari viku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert