Vertu úlfur sýning ársins

Héðinn Unnsteinsson, Unnur Ösp Stefánsdóttir og Björn Thors sköpuðu saman …
Héðinn Unnsteinsson, Unnur Ösp Stefánsdóttir og Björn Thors sköpuðu saman Vertu úlfur sem var valin sýning ársins á Grímunni fyrr í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Vertu úlfur eftir Héðin Unnsteinsson og Unni Ösp Stefánsdóttur í leikstjórn Unnar í Þjóðleikhúsinu hlaut flest verðlaun þegar Íslensku sviðslistaverðlaunin, Gríman, voru afhent í 19. sinn við hátíðlega athöfn í Tjarnarbíói fyrr í kvöld. Sýningin var tilefnd til sjö verðlauna og hlaut þau öll. Hún var meðal annars verðlaunuð sem sýning ársins, fyrir leikstjórn og leikara í aðalhlutverki.

Unnur Ösp Stefánsdóttir og Héðinn Unnsteinsson hlutu Grímuna fyrir leikrit …
Unnur Ösp Stefánsdóttir og Héðinn Unnsteinsson hlutu Grímuna fyrir leikrit ársins, Vertu úlfur. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Sýningarnar Ekkert er sorglegra en manneskjan, Kafbátur og Ævi hlutu næstflest verðlaun eða tvenn hver. Ekkert er sorglegra en manneskjan var verðlaunuð fyrir tónlist og söngvara ársins, Kafbátur fyrir leikara í aukahlutverki og sem barnasýning ársins og Ævi fyrir dansara og danshöfund ársins. 
Unnur Ösp Stefánsdóttir hlaut Grímuna sem leikstjóri ársins fyrir Vertu …
Unnur Ösp Stefánsdóttir hlaut Grímuna sem leikstjóri ársins fyrir Vertu úlfur. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Alls skiptu tíu sýningar með sér verðlaunum kvöldsins sem veitt voru í 20 flokkum.
Björn Thors var valinn leikari ársins í aðalhlutverki í Vertu …
Björn Thors var valinn leikari ársins í aðalhlutverki í Vertu úlfur. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Heiðursverðlaun Sviðslistasambands Íslands 2021 hlutu Hallveig Thorlacius og Þórhallur Sigurðsson fyrir ómetanleg störf í þágu íslenskrar barnamenningar og leikhúslífs. Frá því Gríman var fyrst afhent árið 2003 hefur það aðeins tvisvar áður gerst að heiðursverðlaunahafarnir væru tveir, þ.e. árin 2007 og 2012.
Edda Björg Eyjólfsdóttir var valin leikkona ársins í aðalhlutverki í …
Edda Björg Eyjólfsdóttir var valin leikkona ársins í aðalhlutverki í Haukur og Lilja - Opnun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Heildarúrslit kvöldsins eru sem hér segir:

  • Sýning ársins 2021: Vertu úlfur í sviðsetningu Þjóðleikhússins
  • Leikrit ársins 2021: Vertu úlfur eftir Unni Ösp Stefánsdóttur og Héðin Unnsteinsson í sviðsetningu Þjóðleikhússins
  • Leikstjóri ársins 2021: Unnur Ösp Stefánsdóttir fyrir sýninguna Vertu úlfur í sviðsetningu Þjóðleikhússins 
Heiðursverðlaunahafar Sviðslistasambandsins Íslands 2021. Hallveig Thorlacius og Þórhallur Sigurðsson.
Heiðursverðlaunahafar Sviðslistasambandsins Íslands 2021. Hallveig Thorlacius og Þórhallur Sigurðsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson
  • Leikari ársins 2021 í aðalhlutverki: Björn Thors í leikverkinu Vertu úlfur í sviðsetningu Þjóðleikhússins
  • Leikkona ársins 2021 í aðalhlutverki: Edda Björg Eyjólfsdóttir í leikverkinu Haukur og Lilja – Opnun í sviðsetningu Edda Production 
Kjartan Darri Kristjánsson var valinn leikari ársins í aukahlutverki í …
Kjartan Darri Kristjánsson var valinn leikari ársins í aukahlutverki í Kafbáti. mbl.is/Eggert Jóhannesson
  • Leikari ársins 2021 í aukahlutverki: Kjartan Darri Kristjánsson í leikverkinu Kafbátur í sviðsetningu Þjóðleikhússins
  • Leikkona ársins 2021 í aukahlutverki: Birna Pétursdóttir í leikverkinu Benedikt búálfur í sviðsetningu Leikfélags Akureyrar í samstarfi við MAk og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands 
Birna Pétursdóttir var valin leikona ársins í aukahlutverki í Benedikt …
Birna Pétursdóttir var valin leikona ársins í aukahlutverki í Benedikt búálfi. mbl.is/Eggert Jóhannesson
  • Leikmynd ársins 2021: Elín Hansdóttir í leikverkinu Vertu úlfur í sviðsetningu Þjóðleikhússins
  • Búningar ársins 2021: María Th. Ólafsdóttir í leikverkinu Kardemommubærinn í sviðsetningu Þjóðleikhússins 
Elín Hansdóttir hlaut Grímuna fyrir leikmynd ársins í Vertu úlfur.
Elín Hansdóttir hlaut Grímuna fyrir leikmynd ársins í Vertu úlfur. mbl.is/Eggert Jóhannesson
  • Lýsing ársins 2021: Björn Bergsteinn Guðmundsson og Halldór Örn Óskarsson í leikverkinu Vertu úlfur í sviðsetningu Þjóðleikhússins
  • Tónlist ársins 2021: Friðrik Margrétar Guðmundsson í óperunni Ekkert er sorglegra en manneskjan í sviðsetningu Adolfs Smára Unnarsonar og Friðriks Margrétar Guðmundssonar í samstarfi við Tjarnarbíó
  • Hljóðmynd ársins 2021: Elvar Geir Sævarsson og Valgeir Sigurðsson í leikverkinu Vertu úlfur í sviðsetningu Þjóðleikhússins
  • Söngvari ársins 2021: María Sól Ingólfsdóttir í óperunni Ekkert er sorglegra en manneskjan í sviðsetningu Adolfs Smára Unnarsonar og Friðriks Margrétar Guðmundssonar í samstarfi við Tjarnarbíó 
María Th. Ólafsdóttir hlaut Grímuna fyrir búninga ársins í Kardemommubænum.
María Th. Ólafsdóttir hlaut Grímuna fyrir búninga ársins í Kardemommubænum. mbl.is/Eggert Jóhannesson
  • Dans – og sviðshreyfingar ársins 2021: Bryndís Torfadóttir, Eyrún Ævarsdóttir, Jóakim Kvaran, Nick Candy og Thomas Burke fyrir nýsirkussýninguna Allra veðra von í sviðsetningu Sirkuslistahópsins Hringleiks í samstarfi við leikhópinn Miðnætti og Tjarnarbíó
  • Dansari ársins 2021: Inga Maren Rúnarsdóttir fyrir hlutverk sitt í dansverkinu Ævi í sviðsetningu Last Minute Productions í samstarfi við Íslenska dansflokkinn
  • Danshöfundur ársins 2021: Inga Maren Rúnarsdóttir fyrir dansverkið Ævi í sviðsetningu Last Minute Productions í samstarfi við Íslenska dansflokkinn
  • Sproti ársins 2021: Leikhópurinn PólíS 
Björn Bergsteinn Guðmundsson og Halldór Örn Óskarsson hlutu Grímuna fyrir …
Björn Bergsteinn Guðmundsson og Halldór Örn Óskarsson hlutu Grímuna fyrir lýsingu ársins í Vertu úlfur. mbl.is/Eggert Jóhannesson
  • Barnasýning ársins 2021: Kafbátur í sviðsetningu Þjóðleikhússins
  • Útvarpsverk ársins 2021: Með tík á heiði eftir Jóhönnu Friðriku Sæmundsdóttur og í leikstjórn Silju Hauksdóttur í sviðsetningu Útvarpsleikhússins RÚV 
Friðrik Margrétar-Guðmundsson hlaut Grímuna fyrir tónlist ársins í Ekkert er …
Friðrik Margrétar-Guðmundsson hlaut Grímuna fyrir tónlist ársins í Ekkert er sorglegra en manneskjan. mbl.is/Eggert Jóhannesson
  • Heiðursverðlaun Sviðslistasambands Íslands 2021: Hallveig Thorlacius og  Þórhallur Sigurðsson
Elvar Geir Sævarsson og Valgeir Sigurðsson hlutu Grímuna fyrir hljóðmynd …
Elvar Geir Sævarsson og Valgeir Sigurðsson hlutu Grímuna fyrir hljóðmynd ársins í Vertu úlfur. mbl.is/Eggert Jóhannesson
María Sól Ingólfsdóttir var valin söngvari ársins.
María Sól Ingólfsdóttir var valin söngvari ársins. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Sirkuslistahópurinn Hringleikur fékk Grímuna fyrir dans- og sviðshreyfingar ársins í …
Sirkuslistahópurinn Hringleikur fékk Grímuna fyrir dans- og sviðshreyfingar ársins í sýningunni Allra veðra von. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Júlíanna Lára Steingrímsdóttir tók við tvennum verðlaunum fyrir hönd Ingu …
Júlíanna Lára Steingrímsdóttir tók við tvennum verðlaunum fyrir hönd Ingu Marenar Rúnarsdóttur sem dansari og danshöfundur í Ævi. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Leikhópurinn Pólís var valinn Sproti ársins.
Leikhópurinn Pólís var valinn Sproti ársins. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Harpa Arnardóttir leikstjóri Kafbátsins sem hlaut Grímuna sem barnasýning ársins.
Harpa Arnardóttir leikstjóri Kafbátsins sem hlaut Grímuna sem barnasýning ársins. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Tík á heiði eftir Jóhönnu Friðriku Sæmundsdóttur í leikstjórn Silju …
Tík á heiði eftir Jóhönnu Friðriku Sæmundsdóttur í leikstjórn Silju Hauksdóttur var valið útvarpsverk ársins. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert