Vilja vindmyllur en ekki í héraði

Íbúar Borgarbyggðar eru almennt frekar jákvæðir fyrir vindorkuverum en áhuginn …
Íbúar Borgarbyggðar eru almennt frekar jákvæðir fyrir vindorkuverum en áhuginn minnkar þegar áformin eru í þeirra heimahéraði. mbl.is/Árni Sæberg

Meirihluti íbúa Borgarbyggðar er hlynntur því að sett séu upp vindorkuver á Íslandi, ef marka má skoðanakönnun. Áhuginn er heldur minni á að staðsetja slík mannvirki í sveitarfélaginu og enn minni á því að setja vindmyllur upp á Grjóthálsi eins og áform eru uppi um. Samt eru mun fleiri hlynntir slíkri framkvæmd en andvígir.

Maskína gerði skoðanakönnunina fyrir VSÓ sem er ráðgjafi eigenda jarðanna Hafþórsstaða og Sigmundarstaða við umhverfismat á vindorkuveri á Grjóthálsi. Þar hefur verið áformað að koma fyrir sex vindmyllum. Könnunin var gerð í mars og svöruðu 435 íbúar spurningum könnuða Maskínu.

Þegar spurt var um afstöðu til vindorkuvera á Íslandi sögðust 53,7% svarenda hlynnt en 23,6% andvíg. Heldur meiri andstaða reyndist vera við vindorkuver í héraðinu þar sem 49,6% svarenda sögðust hlynnt en 30% andvíg.

Andstaðan jókst meira þegar spurt var um afstöðu til 10 vindmylla á Grjóthálsi þótt mun fleiri væru áfram jákvæðir en neikvæðir. Sögðust 47,4% svarenda hlynnt slíku verkefni en 34,6% andvíg.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert