Aukafé vegna mikils kostnaðar

Mörk er eitt af mörgum hjúkrunarheimilum landsins.
Mörk er eitt af mörgum hjúkrunarheimilum landsins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þrjú hundruð milljónum króna verður bætt við fjárveitingar til hjúkrunarheimila landsins á þessu ári, verði tillögur meirihluta fjárlaganefndar Alþings samþykktar.

Bætist þessi fjárhæð við eins milljarðs króna viðbót við daggjöldhjúkrunarheimilanna sem gert varráð fyrir í upphaflegu frumvarpi.

Þessar 300 milljónir eiga að fara ísjóð hjá Sjúkratryggingum Íslands.Hjúkrunarheimilin geta sótt um við-bótargreiðslur vegna mikils kostn-aðar við umönnun einstakra heimilismanna, svo sem vegna mikillar ogkostnaðarsamrar umönnunar, dýrralyfja eða sérstakra hjálpartækja. Heilbrigðisráðuneytinu er gert aðsetja nánari reglur um úthlutun úrsjóðnum, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert