Ríkisstjórn Svíþjóðar hefur ákveðið að lána Íslendingum 24 þúsund skammta af bóluefni Johnson & Johnson, Janssen.
Þetta kom fram á fundi stjórnvalda um kórónuveiruna en á meðal þeirra sem sat fundinn var Lena Hallengren, heilbrigðisráðherra Svíþjóðar,
Ríkisstjórnin mun einnig lána Kýpverjum 31.200 skammta af bóluefninu, að því er kom fram á vefsíðu sænska ríkisútvarpsins.