Afgreiddu málin á fjórum mínútum

Bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar.
Bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar. Ljósmynd/Seltjarnarnesbær

Bæjarstjórn Seltjarnarness var nálægt því að jafna eigið met á miðvikudaginn þegar bæjarstjórnarfundur stóð aðeins yfir í fjórar mínútur. Metið, þrjár mínútur, stendur því enn.

Bæjarstjórn Seltjarnarness hefur oft komist í fréttirnar fyrir stutta og snaggaralega fundi. Miðvikudaginn 9. júní kom bæjarstjórnin saman til fundar klukkan 17:00. Lagðar voru fram fjórar fundargerðir og einn bæjarfulltrúi tók til máls. Fundi var slitið klukkan 17:04.

Á fundi sem haldinn var miðvikudaginn 25. apríl 2018 tókst bæjarstjórninni að afgreiða málin á þremur mínútum. Á þeim mínútum afgreiddi bæjarstjórnin níu fundargerðir sem innihéldu meðal annars aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030 og gjaldskrá skipulags- og byggingarfulltrúa bæjarins.

Og á fundi sem haldinn var miðvikudaginn 22. maí 2019 jafnaði bæjarstjórnin ársgamalt metið. Fundurinn hófst klukkan 17 og honum var slitið klukkan 17:03. Á þessum tíma tókst að afgreiða fjórar fundargerðir og taka síðari umræðu um breytingu á samþykkt um stjórn Seltjarnarnesbæjar. sisi@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert