Gestir rifja upp gamlar minningar

Agla Egilsdóttir með hnallþóru í Hressingarskálanum.
Agla Egilsdóttir með hnallþóru í Hressingarskálanum. mbl.is/Árni Sæberg

„Það eiga allir ljúfar minningar héðan. Núna sitja hjá mér gestir og einn þeirra var að segja mér frá því þegar amma hans fór með hann hingað þegar hann var barn. Þetta er ótrúlega gaman að heyra.“

Þetta segir Agla Egilsdóttir, rekstrarstjóri á Hressingarskálanum, sem er nú opinn á ný eftir langt hlé. Hressingarskálinn endurreisti er í sinni gömlu mynd; boðið er upp á heimilismat, kaffi og pönnukökur og hina víðfrægu Hressó-köku.Afar viðeigandi þar sem um er að ræða elsta veitingastaðinn í Reykjavík.

„Það er góður andi í húsinu. Það koma allir brosandi hingað inn. Það er mikil hjartahlýja sem fylgir gestunum. Sagan er allt í kringum okkur,“ segir Agla í umfjöllun um Hressó í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert