Einn greindist með smit í gær

Eitt smit greindist í gær, en viðkomandi var í sóttkví.
Eitt smit greindist í gær, en viðkomandi var í sóttkví. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Einn greindist hér á landi í gær með Covid-19-smit í innanlandsskimunum. Var viðkomandi í sóttkví. Þetta kemur fram í bráðabirgðatölum frá almannavörnum, en tölur eru ekki birtar á covid.is um helgar. Þá greindust tveir í landamæraskimun.

Ekkert smit greindist á föstudaginn, hvorki í landamæraskimun né innanlands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert