Hnífstunga fyrir utan Fjallkonuna í nótt

Lögreglan.
Lögreglan. Eggert Jóhannesson

Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið handtekinn vegna gruns um að hafa stungið annan mann í kviðinn með hníf fyrir utan veitingastaðinn Fjallkonuna í Hafnarstræti í nótt.

Maðurinn sem varð fyrir árásinni var fyrst fluttur á slysadeild en liggur nú á gjörgæsludeild Landspítala og er hann þungt haldinn.

Lögreglan leitaði að manninum í nótt en hann fannst á tíunda tímanum í morgun, í austurhluta Reykjavíkur.

Allir sem tengdust málinu voru Íslendingar.

Í nótt var einnig kveikt í bíl sem stóð fyrir utan íbúðarhús í Kópavogi. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir að verið sé að kanna hvort tengsl séu á milli árásarinnar og íkveikjunnar en lögreglan hefur ástæðu til að ætla að svo sé.

Lögreglan biður þá sem kunna að hafa orðið vitni að líkamsárásinni að hafa samband í tölvupóst á netfangið abending@lrh.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert