Einungis munaði þrettán atkvæðum á öðru sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna í Suðvesturkjördæmi hvers úrslit urðu ljós fyrr í kvöld.
Eins og greint hefur verið frá hafnaði Jón Gunnarsson, ritari og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í öðru sæti. Hlaut hann 1.134 atkvæði í 1.-2. sæti.
Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem einnig bauð sig fram í 2. sæti listans hlaut til þess 1.121 atkvæði.
Einnig var mjótt á munum á milli Óla Björns Kárasonar sem hafnaði í fjórða sæti prófkjörsins og Arnars Þórs Jónssonar sem hafnaði í 5. sæti. 38 atkvæða munur var á milli þeirra í 1.-4. sæti.
Hægt er að sjá heildarniðurstöðu sex efstu í prófkjörinu í meðfylgjandi skjali.