1.500 skammtar af Janssen eftir og allir velkomnir

Öllum velkomið að þiggja skammt en nú eru um 1.500 …
Öllum velkomið að þiggja skammt en nú eru um 1.500 skammtar eftir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Um 1.500 skammtar af bóluefni Janssen voru eftir um hálf-þrjúleytið í dag og öllum velkomið að mæta í Laugardalshöll og þiggja skammt. Þetta staðfestir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, í samtali við mbl.is.

Bólusetningu verður haldið áfram næsta klukkutímann eða meðan birgðir endast.

Athygli er þó vakin á því að árgangar fæddir 2003, 2004 og 2005 mega ekki fá bóluefni Janssen og ekki heldur barnshafandi konur.

Þeir sem eiga Janssen-strikamerki eru þó hvattir sérstaklega til þess að mæta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka