Vikuna 14. til 20. júní fá alls tæplega 40 þúsund manns bólusetningu hér á landi með fjórum tegundum bóluefna.
Alls fá um 18 þúsund einstaklingar bóluefni Pfizer, tíu þúsund fyrri bólusetningu en átta þúsund þá seinni.
Einnig fá um 13.500 bóluefni Janssen og 2.600 seinni bólusetningu með AstraZeneca. Auk þess fá 5.500 einstaklingar bóluefni Moderna, þar af 1.400 fyrri bólusetninguna.
Bólusett verður með Janssen í dag, Pfizer á þriðjudag og Moderna á miðvikudag.
Um 25 þúsund manns fá fyrri/eina skammt bóluefnis í vikunni.