Halda verður elskulega um hópinn

Friðrik Rafnsson er nýkjörinn formaður Leiðsagnar.
Friðrik Rafnsson er nýkjörinn formaður Leiðsagnar.

Friðrik Rafnsson er nýkjörinn formaður stéttarfélags leiðsögumanna, Leiðsagnar. Hann kveðst spenntur fyrir komandi tímum í ferðaþjónustunni en nýja hlutverkið leggst vel í hann.

Friðrik segir að þótt pásan í ferðaþjónustunni hafi ekki verið kærkomin hafi hún nýst vel til að sinna innra félagsstarfi, en það hafi setið á hakanum frá því ferðamannasprengingin varð á Íslandi árið 2010. Fólk hafi verið yfir sig störfum hlaðið, allt þar til faraldurinn skall á.

Leiðsögn hefur nú staðið fyrir fræðslufundum og verið að huga að nýrri stefnumótun ásamt því að skoða hvernig efla megi menntun og endurmenntun leiðsögumanna í framtíðinni. „Við höfum svona almennt litið í eigin barm og skoðað hvernig við getum styrkt okkur sem starfsfólk,“ segir Friðrik í Morgunblaðinu í dag.

Fagleg efling greinarinnar er einn af þeim þáttum sem Friðrik vill leggja aukna áherslu á en samhliða því sem greinin óx upp úr 2010 telur Friðrik að óneitanlega hafi dregið aðeins úr faglegum metnaði. Telur hann mikilvægt að við leggjumst í úrbætur í þessum málum, sérstaklega í ljósi þess að leiðsögumenn eru oft í forsvari fyrir landið okkar þegar þeir taka á móti gestum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert