Reyna að stýra leið hraunflæðis

Ráðist hefur verið í gerð leiðigarðs syðst í Geldingadölum.
Ráðist hefur verið í gerð leiðigarðs syðst í Geldingadölum. Ljósmynd/Almannavarnir

Ráðist hef­ur verið í gerð leiðigarðs syðst í Geld­inga­döl­um og varn­argarðs sem minnka á lík­ur á eða seinka því veru­lega að hraun fari niður í Nátt­hagakrika, seg­ir í frétta­til­kynn­ingu frá al­manna­varna­deild rík­is­lög­reglu­stjóra.

Ákvörðun um aðgerðirn­ar var tek­in í sam­ráði við Grinda­vík­ur­bæ og aðgerðastjórn eft­ir að hraun tók að renna úr syðsta hluta Geld­inga­dala, yfir göngu­leið A og áfram niður í Nátt­haga í gær. Sem áður er aðgerðunum ætlað að verja mik­il­væga innviði á Reykja­nesi og mun verk­fræðistof­an VERKÍS halda utan um fram­kvæmd­irn­ar fyr­ir al­manna­varn­ir.

Þessi fram­vinda var fyr­ir­séð en nokkru fyrr en bú­ist var við. Í kjöl­farið var farið bet­ur yfir her­man­ir á hraun­flæði frá þessu svæði. Út frá því má reikna með frek­ara hraun­flæði og líka niður í Nátt­hagakrika en þaðan er opið svæði í norður, vest­ur og suður,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Við gerð leiðigarðsins verður not­ast við sömu hönn­un og við gerð varn­argarðanna sem reist­ir voru ofan við Nátt­haga á sín­um tíma. Stefnt er á að hafa hann fjög­urra metra háan til að byrja með. 

Sam­kvæmt al­manna­vörn­um verður byrjað á því að setja neyðarruðning upp við nú­ver­andi hraun­rönd til að stöðva frek­ari fram­gang. Sem fyrr verður not­ast við efni sem er fyr­ir á svæðinu. Öll fram­kvæmd á svæðinu er með þeim hætti að hægt verður að slétta úr þeim aft­ur og færa svæðið til fyrra horfs.

Ekki ligg­ur fyr­ir hve lang­an tíma fram­kvæmd­irn­ar munu taka en sam­kvæmt upp­lýs­ing­um al­manna­varna má bú­ast við því að það verði nokkr­ir dag­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert