80-90% farþeganna eru bólusett

Norræna. Bókunum til landsinsfjölgar nú með hverri vikunni.
Norræna. Bókunum til landsinsfjölgar nú með hverri vikunni. Ljósmynd/Smyril line

„Við finnum að áhuginn á því að koma til Íslands er að aukast. Fyrirspurnum fjölgar og bókunum sömuleiðis,“ segir Linda Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri Smyril line á Íslandi, í Morgunblaðinu í dag.

Júní er rólegur mánuður í samanburði við fyrri ár að sögn Lindu. Hins vegar er útlit fyrir að staðan breytist talsvert um næstu mánaðamót. „Já, 1. júlí eigum við von á 6-700 manns með ferjunni. Okkur sýnist að ferðatímabilið muni lengjast inn á haustið í ár. Það er bara flott, við fögnum því.“

Ef hvert einasta rúm er nýtt í Norrænu komast 1.580 manns með ferjunni. Linda segir aðspurð að fólk vilji hafa rúmt um sig og því teljist mjög góð nýting nú vera um 1.100 manns. 6-700 manns í einni ferð sýnir að allt mjakist nú í rétta átt að hennar mati.

Linda segir að bókunarstaðan nú sé mun betri en útlit var fyrir í vor.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert